Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hvernig virka líffærin?

Nemendur í Glerárskóla læra sitthvað um líkamann og hvernig hann virkar.

Námsefnið er að sjálfsögðu lagað að hverju aldursstigi. Krakkarnir í níunda bekk voru í morgun að skoða líffæri úr svínum. Nemendurnir fengu að handleika, skoða og kryfja líffærin til þess að sjá með eigin augum hvernig þau eru byggð upp og hvernig þau virka.

Það þarf nokkuð áræði til þess að munda skurðlæknatól og opna líffærin, en þessir nemendur gengu óhikað til verksins eins og vanir vísindamenn. Vandað var til verka og verkferlar samviskusamlega teknir upp.

Ef til vill verður þessi kennslustund til þess að vekja áhuga einhvers á mannskíkamanum og fögum sem honum tengjast.