Þetta er stór og flókin spurning sem erfitt getur verið að svara, sérstaklega þegar maður er í sjötta bekk og er að upplifa margvíslegar breytingar og fóta sig í tilverunni.
Þá er gott að fá fræðslu um unglingsárin og það sem þeim fylgir, eins og sjöttu bekkingar í Glerárskóla fengu í dag. Það er er nefnilega gott að geta talað um hlutina og velt þeim aðeins fyrir sér.