Glerárskóli er handhafi Grænfánaskóli og leggur mikla áherslu á umhverfismál í víðasta skilningi.
Nemendur vinna reglulega margvísleg og afar áhugaverð verkefni er lúta að umhverfis- og loftlagsmálum.
Á göngum skólans hangir nú verkefni sem ber heitið „Hvað kosta ég?“ en því er ætlað að efla umhverfisvitund nemendanna, sporna gegn sóun og hvetja til endurnýtingar.
Krökkunum var gert að finna út hvað fötin sem þau eru í kosta og niðurstaðan kom mörgum á óvart. Krakkarnir sem unnu verkefnið voru í fötum sem kostuðu frá 30.000 krónum upp í tæplega 80.000 krónur.
Í framhaldi af því má velta fyrir sér hvað tekur langan tíma að vinna fyrir þessum fötum.