Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hvað ætlar þú að verða?

Á morgun, fimmtudaginn 29. febrúar er nemendum í 9. og 10. bekk er boðið að koma á Starfamessu og kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

Starfamessan verður haldin í Háskólanum á Akureyri og stendur frá klukkan 09:00 – 12:00 og er árlegur viðburður skipulagður af náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum Akureyrarbæjar í samvinnu við Háskólann á Akureyri.

Á Starfamessunni verða fjölmörg fyrirtæki og stofnanir saman á einum stað til þess að kynna sig og sína starfsemi fyrir nemendum sem eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir og þeim framtíðarmöguleikum sem í boði eru.