Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hulduverur – Boðskort á myndlistarsýningu

Sýning með verkum nemenda í fyrsta bekk verður opnuð á Amtsbókasafninu á morgun, laugardaginn 6. apríl, kl. 12.00.

Í vetur lærðu krakkarnir ýmislegt um hulduverur og fóru í gönguferð með leiðsögn um Huldustíginn í Lystigarðinum en þar í nágrenninu búa margar verur sem flestum eru huldar.

Eftir fræðsluna máluðu börnin myndir af hulduverunum sem nú hanga uppi á veggjum Amtsbókasafnsins.

Á opnuninni verður gestum boðið upp á kaffi og léttar veitingar frá Sykurverki.