Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hringrásin

Eins og við sögðum frá um daginn þá eru elstu nemendur skólans margir hverjir að velja sér framhaldsskóla fyrir næsta vetur. Það er hins vegar bara helmingur hringrásarinnar. Leikskólabörnin eru líka farin að hugsa um það sem gerist „þegar sumarið er búið,“ eins og eitthvert þeirra sagði í gær þegar hópur frá leikskólanum Klöppum kom í heimsókn til okkar.

Krakkarnir voru agndofa yfir því hvað allt var mikilfenglegt og merkilegt í Glerárskóla. Þau kíktu í heimsókn á bókasafnið og fengu að fletta bókum og búa sig þannig undir framtíðina. Það verður aldeilis fengur að þessum krökkum fyrir okkur.