Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hlutverk vinaliða er afar mikilvægt

Vinaverðir Glerárskóla settust niður í morgun til að stilla saman strengi sína og skipuleggja starfið fram undan.

Hlutverk vinavarða er afar mikilvægt í skólastarfinu en þeir skipuleggja leiki í frímínútunum þar sem allir mega vera með og þeir passa sérstaklega upp á að engin sé hafður út undan.

Með starfi sínu stuðla vinaverðir að vináttu meðal nemenda með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja á skólalóðinni með töluverðri hreyfingu og virkni nemenda.

Vinaverðirnir Glerárskóla koma úr 4., 5., 6. og 7. bekk.