Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hetjur hafsins!

Nemendur í sjötta bekk skelltu sér á sjóinn í vikunni. Þeir fóru út með Húna II og áttu frábæra stund með fulltrúum Hollvinasamtaka Húna og sérfræðinga frá Háskólanum á Akureyri.

Ferðin var farin í beinu framhaldi af þemavinnu í krakkana um lífríki hafsins. Því má segja að þeir hafi fengið að upplifa námsefnið í návígi.

Í sjóferðinni fengu nemendurnir bæði fræðslu um farkostinn og kennslu sem var að stórum hluta verkleg. Krakkarnir fengu að veiða, fiskar voru krufðir og sérfræðingarnar útskýrðu það sem fyrir augu bar og sýndu margvísleg sjávardýr sem margir úr hópnum höfðu ekki áður séð með berum augum.
Gert var að aflanum sem veiddist, hann flakaður, kryddaður og settur á rjúkandi heitt grill. Enginn um borð hafði áður smakkað jafn góðan fisk!