Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hetjur hafsins!

Krakkarnir í sjötta bekk fóru á sjó í vikunni með Húna II. Veðrið var ljómandi gott og upplifunin mögnuð. Hnúfubakar og hrefnur skemmtu krökkunum, rennt var fyrir fisk og aflinn var mjög góður. Margvísleg fræðsla var í boði, bæði bókleg og verkleg. Á innstíminu hámuðu þessar ungu hetjur hafsins í sig aflann, þorsk sem var grillaður um borð.

Þessi ferð gleymist seint!