Krakkarnir í sjötta bekk fóru á sjó í vikunni með Húna II. Veðrið var ljómandi gott og upplifunin mögnuð. Hnúfubakar og hrefnur skemmtu krökkunum, rennt var fyrir fisk og aflinn var mjög góður. Margvísleg fræðsla var í boði, bæði bókleg og verkleg. Á innstíminu hámuðu þessar ungu hetjur hafsins í sig aflann, þorsk sem var grillaður um borð.
Þessi ferð gleymist seint!