Helga Maren Helgadóttir og Patrekur Páll Pétursson voru fulltrúar Glerárskóla í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Þau stóðu sig afskaplega vel og voru sannar fyrirmyndir og skólanum til mikils sóma.
Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir úr Lundarskóla bar sigur úr bítum í keppninni, Konný Björk Þórðardóttir frá Naustaskóla hafnaði í öðru sæti og Sigurður Hólmgrímsson nemandi í Brekkuskóla var í þriðja sæti.