Föstudaginn 10. september nk. verður heitt vatn tekið af stórum hluta Glerárhverfis vegna vinnu við heitavatnsbrunn og þar með Glerárskóla. Heita vatnið verður tekið af strax kl. 8:00 og kemur sennilega ekki aftur á fyrr en um kl. 15:00, jafnvel seinna.
Vegna þessa verður að breyta hádegisverðinum á föstudaginn og verður boðið upp á pylsur og meðlæti, því lítið verður hægt að vaska upp með köldu vatni.
Íþróttir verða úti þennan dag en sökum heitavatnsleysis geta nemendur því miður ekki farið í sturtur.