Í dag vorum við í Glerárskóla svo heppin að fá hann Ævar Þór Benediktsson rithöfund í heimsókn. Las hann upp úr nýútkominni bók sinni „Þín eigin goðsaga“ fyrir 5., 6., og 7. bekk, við mikinn fögnuð þeirra. Því miður gleymdist að taka myndir meðan á lestri stóð en við náðum mynd af Ævari að lestri loknum við hliðina á kynningarplakati bókarinnar.