Í morgun fóru nemendur úr 9. og 10. bekk Glerárskóla í heimsókn að Laugum í Reykjadal þar sem þau kynntu sér líf og störf nemenda í heimavistarskóla.
Mjög vel var tekið á móti krökkunum sem hófu heimsóknina með margvíslegum leikjum í íþróttahúsinu áður en alvaran tók við; kynning á náminu, félagslífinu og heimavistinni.
Krakkarnir voru alsælir með ferðina.