Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Heimsókn að Laugum

Í morgun fóru nemendur úr 9. og 10. bekk Glerárskóla í heimsókn að Laugum í Reykjadal þar sem þau kynntu sér líf og störf nemenda í heimavistarskóla.

Mjög vel var tekið á móti krökkunum sem hófu heimsóknina með margvíslegum leikjum í íþróttahúsinu áður en alvaran tók við; kynning á náminu, félagslífinu og heimavistinni.

Krakkarnir voru alsælir með ferðina.