Á dögunum fóru 2.-4. bekkur í Samkomuhúsið að sjá leikritið um Grýlu. Þetta var hin besta skemmtun, þó tvísýnt væri að við kæmum til baka, þar sem Grýla er víst mannæta. En allt fór þetta vel að lokum og skemmtu flestir sér konunglega. Við þökkum Menningarfélagi Akureyrar kærlega fyrir boðið á sýninguna.
Á myndasíðu Glerárskóla má sjá myndir af ferðalagi nemenda og leikhúsheimsókninni.