Föstudaginn 27. og mánudaginn 30. október er haustfrí nemenda og kennara í grunnskólum Akureyrarbæjar.
Þriðjudaginn 31. október er skipulagsdagur í Glerárskóla, þá eru nemendur í fríi og Frístund lokuð.
Miðvikudaginn 1. nóvember er síðan viðtalsdagur í skólanum en þá hitta forráðamenn og nemendur umsjónarkennara til að ræða um nám nemenda og skólagöngu. Einnig geta nemendur og forráðamenn hitt annað starfsfólk og kennara skólans.