Nemendur Glerárskóla voru með hatta af öllum gerðum, stærðum og litum í dag, á hattadegi skólans. Í dag er einnig bóndadagur sem markar upphaf þorrans og hann setti einnig mark sitt á skólalífið. Margir nemendur fengu fræðslu um daginn og matinn sem kenndur er við mánuðinn, þorramatinn, nýjan og súran.
Mötuneytið gerði eldaði samkvæmt dagatalinu og kokkarnir töfruðu fram dýrindis kjötsúpu auk þess að bjóða upp á súrmeti, þar sem sviðasulta og hrútspungar slógu hressilega í gegn.