Litlu jólin eru alltaf jafn hátíðleg og falleg. Þau eru þrískipt hér í Glerárskóla. Nemendur á unglingastigi héldi sín litlu jól í gærkvöldi og fóru í jólafrí að þeim loknum.
Nemendur á yngsta stigi mættu á hefðbundnum tíma í morgun og héldu sín litlu jól, Fyrst var hver bekkur fyrir sig í sinni heimastofu en síðan hittist allur hópurinn og naut skemmtiatriðis frá 4. bekk og dansaði síðan í kringum jólatréð með kátum jólasveinum. Síðar um morguninn var leikurinn endurtekinn með nemendum á miðstigi.
Nú er jólafríið hafið og kennsla hefst á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar á næsta ári.




