Eins og sést var mikið um að vera í morgun. Hjá miðstiginu var hið árlega Halldórsmót í sundi þar sem bekkirnir á miðstigi keppa sín á milli. Mótið var gríðarlega spennandi og mikil stemming. Hvatningsliðin studdu vel við bakið á sínum bekkjarfélögum og að lokum voru það krakkarnir í 5-SLB sem stóðu uppi sem sigurvegarar.