Eitt af verkefnunum á nýafstöðnum þemadögum var að komast að því hversu mikil verðmæti felast í yfirlætislitla skápnum á ganginum okkar þar sem vanskilaflíkur bíða eigenda sinna.
Nokkrir hópar nemenda í fimmta og sjötta bekk skoðuðu innihaldið. Flettu upp verði flíkanna og mátu verð þeirra. Niðurstaðan er sláandi – í skápnum eru föt að verðmæti rúmlega 500.000 króna; úlpur, snjóbuxur, húfur, vettlingar og hvað eina.
Því ekki að koma og kíkja í skápinn ef þið saknið einhvers, skólaliðar Glerárskóla aðstoða með bros á vör!