Nemendur Glerárskóla eru léttir á fæti og stór hluti þeirra gengur í skólann flesta daga skólaársins eða hjólar þegar jörð er auð.
Á haustdögum tók skólinn þátt í átakinu „Gengið i skólann“ en það er hugsað sem jákvæð og skemmtileg hvatning til nemenda og starfsmanna um að auka hreyfingu og draga um leið úr óþarfa bílaumferð og þeirri mengun sem henni fylgir.
Nemendur í 8KJ báru að þessu sinni höfuð og herðar yfir aðra bekki skólans. Þau fengu því til varðveislu heimatilbúinn verðlaunagrip, Gullskóinn, sem hannaður var af Brynju ritara.
Sérstaka viðurkenningu fyrir góða þátttöku fékk 2. bekkur, fjórði hópur, sem hafnaði í öðru sæti.