Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Gullpotturinn – sögusmiðja fyrir hugmyndaríka krakka

Sverrir Norland og Kristín Ragna sagnasmiðjustjórar heimsóttu Glerárskóla í dag. Þau sögðu nemendum á miðstigi frá því hvernig það er að vera rit- og myndhöfundur og leiddu krakkana í gegnum bráðskemmtilegan leik í leit að sögum og ævintýrum. Undir handleiðslu þeirra spunnu börnin saman söguþráð og geta svo beitt sömu aðferð til að skrifa, teikna eða leikstýra í framhaldinu. Sverrir og Kristín hvöttu nemendurna til að skapa sér til ánægju og hvöttu þau til að taka þátt í verkefninu Sögur – verðlaunahátíð barnanna, KrakkaRúv o.fl. standa fyrir ár hvert.

Til að örva hugarflug barnanna geta þau sótt í Gullpottinn dularfulla, sem Kristín og Sverrir hafa jafnan með sér og vekur ævinlega mikla lukku og forvitni.