Greppikló er góð bók. Um það eru þeir sammála sem hafa lesið bókina og hún er það skemmtileg að margir hafa lesið hana mjög oft.
Krakkarnir í fyrsta bekk eru að lesa bókina um þessar mundir og pæla í henni, stöfunum, orðunum og setningunum – já og auðvitað myndunum.
Þau gerðu meira, því kennarinn þeirra lét þau fá búnað til að búa til grímur sem tengjast bókinni. Það þótti þeim mjög skemmtilegt.