Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Grænfánahátíð

graenfaniFöstudaginn 16. september fær Glerárskóli afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Af því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag með athöfn kl. 10:35 í íþróttahúsi skólans.

Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna Foundation for Environmental Education (FEE). Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að FEE. Fáninn er aðeins veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismennt og ná árangri og setja sér sífellt ný markmið til að vinna að. Fulltrúar frá Landvernd heimsækja reglulega þátttökuskólana og í vor kom Caitlin Wilson verkefnastjóri hjá Grænfánaverkefninu til okkar í Glerárskóla, skoðaði skólann og ræddi við nemendur og starfsfólk. Í kjölfarið var okkur tilkynnt að við myndum fá Grænfánann í fimmta sinn.