Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Gott samband nemenda og kennara

Við núverandi aðstæður skiptir mjög miklu máli að kennarar séu í stöðugu og góðu sambandi við nemendur sína og það kappkosta kennarar Glerárskóla.

Fyrr í vikunni sögðum við frá fyrirkomulagi kennslu á unglingastigi. Nemendur á miðstigi koma í skólann annan hvern dag. Kennarar hafa engu að síður samband við þá á hverju morgni. Kennarar sjöunda bekkjar, svo dæmi sé tekið, taka manntal á hverjum morgni klukkan 8.25 og merkja við þá sem eru mætti í kennslustofuna eða við tölvuna heima. Síðan tekur við nám undir leiðsögn kennara þar sem nemendur vinna að því sama á sama tíma, í skólanum eða heima hjá sér með hjálp fjarfundabúnaðar. Þannig tekst að halda uppi reglubundinni kennslu, viðhalda stöðugleika og rútínu að ógleymdu góðu og mikilvægu sambandi nemenda og kennara.

Meðfylgjandi mynd var tekin í kennslustund hjá 7. bekk í morgun og sýnir vel hvernig við förum að. Sumir eru í skólastofunni, aðrir heima hjá sér, en það eru allir í sömu kennslustundinni að vinna að sömu verkefnunum.