Tveir nýir hnappar hafa verð settir á heimasíðunna okkar til að auðvelda nemendum að vinna verkefni heima í Google Classroom. Um er að ræða hlekki á tvö kennslumyndbönd; „Að skoða verkefni í Classroom“ og „Að skila verkefnum í Classroom“. Þetta eru stutt og auðskilin myndbönd.
Mikilvægt er að nemendur gleymi ekki að lesa sér til ánægju og yndisauka heimavið, því í bókinni búa ævintýri, gleði og spenna að ógleymdum öllum fróðleiknum.
Um þessar mundir er margvísleg afþreying í boði. Ævar vísindamaður er til að mynda að lesa bækur sínar fyrir krakka og er hlekkur á lesturinn hér (skruna þarf niður fréttina til að sjá lesturinn frá upphafi).