Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Göngum í skólann

Krakkarnir í öðrum bekk, hópi 3, slógu öðrum bekkjum skólans við í átakinu „Göngum í skólann“ sem lauk á dögunum. Krakkarnir komu gangandi, hjólandi eða á hlaupahjóli á nánast hverjum degi þær tvær vikur sem átakið stóð, eða í 96,3% tilvika.

Þessi góði árangur tryggði þeim Gullskóinn, farandverðlaunagrip Glerárskóla, sem árlega er veittur fyrir besta árangurinn í átakinu.

Á meðfylgjandi mynd eru nemendurnir duglegu og kennari þeirra, Esther G. Gestsdóttir. Smellið á myndinni til að sjá hana í fullri stærð.