Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góður dagur

Það má með sanni segja að dagurinn hafi verið góður hjá okkur Glerárskóla, þessi fyrsti kennsludagur eftir fyrstu tilslökun samkomubannsins.

Það var greinilegt að nemendur í unglingadeild skólans sem stunduðu fjarnám undir styrkri leiðsögn kennara sinna voru fegnir að komast í félagskap bekkjarfélaga og persónulegt samband við kennara sína.

Það sama má segja um yngri nemendur sem að einhverju eða töluverðu leyti voru heima meðan á banninu stóð. Umgengni á skólalóðinni var til fyrirmyndir og nemendur fóru eftir tilmælum skólans vegna skerðingar á leiksvæðum vegna framkvæmda.