Nemendur sjöunda bekkjar skemmtu sér konunglega í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Mikil áhersla var lögð á hreyfingu bæði inni og úti, nám í gegnum leiki, leiklist og margt fleira gagnlegt og skemmtilegt. Nemendur Glerárskóla skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar. Þeir eignuðust nýja vini og kynntust bekkjarfélögum sínum á annan hátt.
Meginmarkmið skólabúðanna er að:
• vera leiðandi í forvörnum, þar sem lögð er áhersla á almenna þátttöku og
bætta lýðheilsu.
• auðvelda aðgengi og auka framboð á fræðslu, óformlegu námi og félagsstarfi
með þarfir einstaklinga í huga.
• skapa vettvang til áhrifa.
• styrkja og efla leiðtogahæfileika og sjálfsmynd einstaklinga.