Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góða ferð krakkar og skemmtið þið ykkur vel

Eftirvæntingin skein úr augum krakkanna í sjöunda bekk í þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar renndu sér gylltu himinhvolfið enda spennandi dagar fram undan við leiki og störf í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði.
Eitt af markmiðum skólabúðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri sínum og hirða herbergið sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks skólabúðanna.
Á Reykjum fást krakkarnir við ýmislegt fræðandi og skemmtilegt. Þar er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt:
– Að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
– Að auka félagslega aðlögun nemenda
– Að þroska sjálfstæði nemenda
– Að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
– Að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
– Að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
– Að auka athyglisgáfu nemenda
Við erum fullviss um að þetta gangi afar vel, eins og yfirleitt.