Allt hefur farið vel fram á viðtalsdegi í Glerárskóla. Foreldrar hafa farið í gegnum óskilamuni og fundið sitt lítið af hverju sem talið var týnt. Krakkarnir í 10. bekk hafa setið við og kynnt hettupeysur og sundtöskur sem þeir eru að selja til að safna peningum fyrir útskriftaferðinni sem farin verður í vor. Salan hefur gengið glettilega vel!