Það var aldeilis líf og fjör í skólanum okkar á laugardaginn og heilmikil jólastemning. Þá stóð hið öfluga Foreldrafélag Glerárskóla fyrir jólaföndri enda er mjög mikilvægt að eiga notalega stund saman við undirbúning jólanna. Börn, jafnt sem foreldrar nutu samverunnar á laugardaginn og öll fóru ánægð heim með fallegt handverk.