Í gær var keppt í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þar kepptu tveir nemendur úr 7. bekk allra grunnskólanna á Akureyri og stóðu sig vel.
Eftir mjög harða samkeppni innan Glerárskóla stóðu Emilía Hildur Taehtinen og Freyja Mist Tryggvadóttir uppi sem sigurvegarar. Þau lásu eins og sannir fagmenn á lokakeppninni í háskólanum og voru skólanum til mikils sóma.
Salurinn var þétt setinn og það var sérlega skemmtilegt að sjá hversu margir nemendur úr 7. bekk fylgdu keppendum og sýndu þeim þannig ómetanlegan stuðning. Vinarþel er ómetanlegt!
Valur Darri nemandi í Lundarskóla bar sigur úr bítum og við óskum honum til hamingju.