Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góð byrjun á deginum

Það var fjör í morgun á fyrsta söngsal Glerárskóla. Þegar bjallan glumdi klukkan 8.15 í morgun gengu nemendur prúðir en frjálslegir í fasi inn í íþróttasalinn þar sem gítartríó sló taktinn fyrir samsöng. Byrjað var á skólasöngnum, þá var farið í Sumargleðina, Danska lagið og fjörinu lauk með því að skólasöngurinn var kyrjaður að nýju.
Já, það er hressandi að byrja daginn á söng, sérstaklega eftir gönguferð í skólann. Á mánudaginn hefst átakið Gengið í skólann og við hvetjum alla okkar nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Það sama á að sjálfsögðu við um starfsfólk Glerárskóla.
Göngum, hjólum, lesum og lærum!