Föstudaginn 2. desember verður hin árlega Glerárvisjón haldin í skólanum þar sem nemendur í 7.- 10. bekk stíga á svið og flytja tónlistaratriði sem búið að er æfa af kappi undanfarnar vikur.
Fyrsta Glerárvisjón keppnin var haldin í skólanum 27. nóvember árið 2003. Þá sigraði hljómsveitin Bird House en hana skipuðu nemendur í 9. bekk.
Allt frá þessari fyrstu keppni hafa nemendur lagt mikla vinnu í hana, lagaval verið úr öllum áttum sem og flutningur þeirra. Hér fyrir neðan er samantekt þeirra atriða sem sigrað hafa Glerárvisjón frá því keppnin var fyrst haldin.