Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárvision og fleira skemmtilegt

Í dag, fyrsta desember, var þríheilagt í Glerárskóla. Við héldum upp á fullveldisdaginn, dag íslenskrar tónlistar og við héldum Glerárvision sem heppnaðist afar vel. Í tilefni alls þessa var betri fata dagur og snillingarnir í eldhúsinu voru með sparimat sem sannarlega bragðaðist ljómandi vel.
Krakkarnir í sjöunda til tíunda bekk höfðu lagt mikið á sig við sviðsetningu atriða sinna, söng og dans sem þau fluttu frammi fyrir troðfullu íþróttahúsi sem búið var að breyta í glæsilegan sýningarsal. Atriðin féllu öll vel í kramið hjá áhorfendum og margir voru á því að skemmtiatriðið sem börnin í öðrum bekk fluttu hefðu verið á pari við það besta sem stóru krakkarnir buðu upp á. Í lok Glerárvision fengu allir í Glerárskóla fagur rautt og safaríkt jólaepli í boði foreldrafélags skólans.
Þriggja manna dómnefnd skipuð Helgu Halldórsdóttur, Einari Ómari Eyjólfssyni og Guðmundi Jónassyni fékk það erfiða hlutverk að velja atriðin sem lentu í þremur efstu sætunum. Niðurstaðan var sú að krakkarnir í 8. RLB höfnuðu í fyrsta sæti með skemmtilega útgáfu lagsins Could Have Been me sem margir kannast við úr kvikmyndinni Sing 2. Krakkarnir í 9. SLB höfnuðu í öðru sæti og 9. KJ var í þriðja sæti.

Hér má sjá fáeinar ljósmyndir frá þessum fína skóladegi.