Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli – skóli galdra og seiða

Skólinn okkar hefur tekið miklum umskiptum. Glerárskóli er núna skóli galdra og seiða, rétt eins og Hogwartsskólinn í ævintýrunum um Harry Potter. Þemadagar sem taka mið af galdrastráknum og umhverfi hans eru nú haldnir í þriðja skiptið. Gangar skólas verða glæsilegri með hverju árinu og verkefnin sem nemendurnir kljást við verða sífellt metnaðarfyllri og skemmtilegri.

Þemadagarnir eru tveir. Í morgun hittust nemendur í íþróttahúsinu þar sem þeir skiptu sér niður eftir heimavistum og fylgdust spenntir með Eyrún Dumbeldore skólastjóri skipti nemendum fyrsta bekkjar niður á heimavistirnar fjórar: Gryffendor, Slytherin, Hufflepuff og Ravenclaw.

Krakkarnir vinna að margvíslegum verkefnum í dag og á morgun (föstudag) og safna um leið stigum fyrir heimavistina sína. Úrslit verða kunngjörð í þann mund sem kennslu líkur á morgun.