Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli settur á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst, er skólasetning í Glerárskóla. Nemendur sem nú hefja nám í fyrsta bekk hafa verið boðaðir í viðtal í skólanum ásamt forráðamönnum sínum. Viðtalið er þeirra skólasetning.

Nemendur í 2.- 4. bekk mæta klukkan 9.00 í kennslustofurnar sínar og fara með umsjónarkennurunum sínum í íþróttasalinn þar sem skólasetningin fer fram.

Nemendur í 5.-7. bekk mæta í kennslustofur sínar klukkan 10.00 og fara þaðan með umsjónarkennurum sínum í íþróttasalinn.

Nemendur á unglingastigi, 8.-10. bekk mæta klukkan 11.00 og fara beint inn í íþróttasalinn.

Að loknum setningarathöfnunum eftir fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur sínar.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.