Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli settur

Nemendur Glerárskóla voru flestir mjög spennir þegar þeir mættu til skólasetningar í morgun. Flestir voru fegnir því að rútínan sé að taka við eftir vonandi gott og gefandi sumarleyfi.

Þeir nemendur nú eru að byrja í fyrsta bekk fóru í viðtöl til kennarana sinna með forráðamönnum sínum en skólasetningarnar voru þrjár í morgun, ein fyrir hvert aldursstig. Eyrún Skúladóttir setti skólann og ræddi meðal annars við nemendur um gildi Glerárskóla og þær breytingar sem verða hjá okkur meðan framkvæmdir við A-álmu skólans standa yfir.

Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst hjá yngsta- og miðstigi á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst. Kennsla á unglingastigi hefst í Rósenborg miðvikudaginn 24. ágúst.