Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli settur

Nemendur Glerárskóla komu til skólasetningar í morgun í björtu og fallegu veðri sem gefur fyrirheit um gott og gefandi skólaár á komandi vetri. Eyrún Skúladóttir setti skólann í þrígang í íþróttahúsinu okkar, einu sinni fyrir hvert aldursstiganna þriggja. Að lokinni skólasetningu gengu nemendur með umsjónarkennurum sínum til stofu, fengu stundaskrár og upplýsingar um skólastarfið nú í haust.

Nemendum skólans fækkaði lítillega milli ára og eru nú 340 talsins. Starfsmenn skólans eru 64, þannig að við skólann vinna og starfa 404 á öllum aldri.

Nú í sumar var unnið við endurnýjun á d-álmu skólans og lýkur þeirri vinnu í lok vikunnar. Þangað til verður frekar þröngt um nemendur og starfsfólk, en því taka allir með bros á vör.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 25. ágúst.