Eftir að hafa farið yfir veður og veðurhorfur á Akureyri nú í morgunsárið þykir ekki ástæða til að hafa skólana lokaða. Grunn-, leik- og tónlistarskólar verða því opnir í dag, þriðjudaginn 22. febrúar 2022.
Veðrið mun þó versna aftur um hádegisbil og eru foreldrar beðnir um að fylgjast vel með veðrinu og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hugi sérstaklega að heimferð barna sinna á þeim tíma.