Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli og Erasmus+ styrkur

Glerárskóli sótti síðasliðið vor um að vera þátttakandi í Erasmus+ verkefni ásamt 6 öðrum löndum. Erasmus+ er verkefni á vegum Evrópusambandsins og var áður kallað Comeniusarverkefni. Svo skemmtilega vildi til að styrkumsóknin var samþykkt og erum við því að fara af stað með verkefni til tveggja ára sem nefnist: ,,United We Play, United We Win: Developing Social Skills and Inclusive Education through Sport and Outdoor Activities”

Löndin sem taka þátt með okkur eru: Ítalía, Spánn, Tyrkland, Rúmenía, Búlgaría og Litháen.

Í skólanum starfar stýrihópur sem heldur utan um framkvæmd verkefnisins og í honum sitja: Guðríður Sigurðardóttir verkefnisstjóri Erasmus+ verkefnisins, Helga Halldórsdóttir deildarstjóri, Björk Pálmadóttir kennari og Birna Baldursdóttir iðjuþjálfi.

Glæsilegur árangur hjá skólanum og verður gaman að vinna að verkefninu með nemendum, forráðamönnum og starfsfólki.

Á meðfylgjandi link má sjá frétt frá undirritun samningsins vegna styrksins.

http://www.erasmusplus.is/um/frettir/skrifad-undir-samninga-vid-13-skola-upp-a-taepar-50-milljonir-krona