Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli í ytra mati

Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og þetta árið er það Glerárskóli. Matið felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum dagana 9.-12. október og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka  þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um matið verða sendar í pósti til forráðamanna.