Nemendur Glerárskóla tóku þátt í undanúrslitum Fiðrings, hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi sem fram fór á Ólafsfirði í gærkvöldi.
Krakkarnir stóðu sig afar vel og komust áfram í keppninni og keppa því til úrslita á lokakeppninni sem haldin verður í menningarhúsinu Hofi 26. apríl næstkomandi.
Áfram Glerárskóli!
Á morgun, fimmtudaginn 20. Apríl, er sumardagurinn fyrsti og samkvæmt góðri hefð er skólafrí þann dag.