Í síðustu viku fengum við í Glerárskóla erlenda gesti í heimsókn. Hjá okkur dvöldu 17 þátttakendur í nýju Erasmus+ verkefni sem við leiðum. Verkefnið heitir: Developing pupils skills og er megin þema þess að efla læsi nemenda í gegnum þjóðsögur. Samstarfsskólar okkar eru í Adana í Tyrklandi, Sevilla á Spáni, Skofja Loka í Slóveníu og Katyciai í Litháen.
Við munum vinna með þjóðsögur þessara landa auk þess sem við ætlum að leggja áherslu á tröllasögurnar okkar og kynna þær fyrir samstarfsskólunum.
Verkefnið mun fela í sér að kennarar skólanna munu hittast (5-6 frá hverjum skóla) og vinna saman í vinnustofum (workshop) að skipulagi og verkefnum sem síðan verða unnin með nemendum.