Guðrún Schmidt, fulltrúi Landverndar, heimsótti Glerárskóla í morgun á sannkölluðum hátíðarfundi Umhverfisnefndar skólans. Guðrún fór fögrum orðum um stefnu skólans í umhverfismálum og störf nefndarinnar og hún var sérstaklega ánægð með áherslu skólans á sviði umhverfismála, s.s. flokkun úrgangs, endurvinnslu, neyslu, lýðheilsu, grenndarfræðslu og umhverfisvernd. Hún sagði það sérstaklega jákvætt hvað umhverfismál í fjölbreytileika sínum eru fastir þættir í daglegu starfi Glerárskóla.
Umhverfisnefnd Glerárskóla er skipuð fulltrúum um allra bekkja. Nefndin hélt upp á daginn með því gæða sér á heitu súkkulaði og piparkökum áður en fáninn var dregin að húni. Þetta var í sjöunda skiptið sem Glerárskóli fær Grænfánann en honum hefur verið flaggað óslitið síðan 18. september 2008.