Mikil áhersla er lögð á lestur í Glerárskóla og nemendur kunna að meta afþreyinguna sem fellst í því að lesa góða bók og afslöppunina sem fylgir lestrinum.
Svo virðist sem margir hafi mætt hungraðir í lesefni í morgun, því í fyrstu tveimur kennslustundum dagsins runnu 103 bækur úr bókasafni skólans. Það er töluvert!