Mikið líf og fjör var í Glerárskóla í morgun í veðurblíðunni. Hjá unglingastigi voru hinir árvissu Glerárleikar haldnir við skólann og í íþróttahúsi, sem enduðu síðan með uppgjöri og verðlaunaafhendingu. Miðstigið hjólaði út í Kjarnaskóg í leiki og útivist sem endaði með grilli. Yngsta stigið fór á Þórsvöllinn í leiki og keppni.