Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Gleði og góður andi á föndurstund foreldrafélagsins

Síðastliðinn laugardag stóð Foreldrafélag Glerárskóla fyrir föndurstund fyrir nemendur skólans, systkini og forráðamenn.

Foreldrafélagið var búið að undirbúa margvíslegt jólaföndur og bauð upp á mismunandi erfiðleikastig, þannig að allir gátu fundið eitthvað við hæfi.

Ánægjan skein út úr hverju andliti og meðan búið var til fallegt jólaskraut og hugsanlega jólagjafir líka.

Rúsínan í pylsuendanum var kökubasar 10. bekkjar en ágóðinn rann í ferðasjóð.