Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Gleði á Glerárvision

Það er mál manna að Glerárvision, söngkeppni Glerárskóla, hafi tekist afar vel nú í ár. Nemendur lögðu mikið á sig við undirbúning og æfingar með umsjónakennurum sínum. Búningar voru valdir af kostgæfni, dansspor voru æft og raddböndin þanin.

Keppendur voru úr sjöunda, áttunda, níunda og tíunda bekk og þriggja manna dómnefnd átti í miklum erfiðleikum með að gera upp á milli atriðanna en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að sigurlaunin færu til 10 RLB sem flutti kántrý smellinn Achy Breaky Heart með miklum tilþrifum og tilheyrandi línudansi.

Auk keppninnar var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði, tvísöng, einsöng, kórsöng og dans. Hvert atriðið var öðru betra hjá hæfileikaríkum nemendum skólans.

Í tilefni dagsins voru nemendur og starfsfólk í betri fötum í dag og var boðið upp á sparimat í mötuneyti skólans.