Nemendur Glerárskóla stóðu gríðarlega vel með atriðið sitt „Lognið á undan storminum“ sem þeir fluttu á Fiðringi á miðvikudagskvöldið. Fiðringur er hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Menningarfélag Akureyrar styrkir verkefnið.
Glerárskóli vann íslenskuverðlaunin fyrir atriði sitt en þau verðlaun eru veitt fyrir skapandi og skemmtilega notkun á íslenskri tungu. Í undirbúning fyrir atriðið sömdu þau meðal annars lagatexta á íslensku og ljóð ásamt því að dansa og leika sér að íslenskum orðum þannig að eftir var tekið.
Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn sem við erum mjög stolt af.